Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
23.7.2007 | 23:41
Takk fyrir komuna
HÆ frænd fólk
Takk fyrir síðast og ekki gleyma henni Grétu ósk um góðan bata , Ekki gleyma honum bóbó hvað gengur vel hjá honum.
kv.
Zóphónias
23.7.2007 | 22:24
Flott í Eyjum
Það var meiriháttar gaman um helgina og fyrir utan ólánið með Grétu þá hefði þetta ekki getað verið betra. Veðrið eins og það getur verið best í útilegu og aðstaðan eins alveg frábær. Auðvitað söknuðum við þeirra Bóbós og Ásthildar, en þau verða með næst. Ása og Palli eiga heiður skilið fyrir höfðinglegar móttökur og allt sem þau gerðu fyrir okkur það var allt til alls og ef einhvern vantaði eitthvað þá var því bara reddað í hvelli og ekkert mál með það. Það lögðust líka allir á eitt með að gera þetta skemmtilegt og án þess að ætla að halla á neinn þá kom Björn Magnús mér skemmtilega á óvart með spili og söng við varðeldinn.
Ég vil enn og aftur þakka Ásu og Páli alveg sérlega vel fyrir þeirra þátt í þessu og vona að allir hafi komist óskaddaðir til síns heima.
Kveðja Björn H.
17.7.2007 | 21:09
Hæ hlakka til að sjá ykkur
Við förum með Herjólfi á föstudaginn kl. 12. Vonandi verður gott veður því við viljum ekki verða sjóveikar.
Sjáumst.
Áslaug og Herdís.
17.7.2007 | 14:25
Veðurfræðingar ljúga ......... eða þannig
Herdís vill nú samt meina að þeir geri sitt besta þetta gangi bara ekki alltaf upp hjá þeim. En hvað sem því líður þá eru spárnar nokkuð misvísandi og Mogginn t.d. allt öðruvísi en spákortið á Veðurstofunni.
Hér er slóð sem ég horfi helst til enda er hún beint frá Veðurstofunni http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/ ef þetta gengur eftir þá ættum við að vera í sæmilegum málum eða þannig.
En alltaf að muna að við erum nú einusinni á Íslandi og verðum að klæða okkur eftir því.
Kv. Björn
17.7.2007 | 10:57
Klæðnaður
Það líur tíminn og helgin nálgast. Ég var í útilegu um helgina, lagði af stað að heiman á laugardagsmorguninn í 19 stiga hita í stuttbuxum og hlýrabol. Fórum í Kjósina að Meðalfellsvatni þar var enn hlýrra og flott að vera. Var að vísu með gallabuxur og bol í farangrinum til vonar og vara. Um kvöldið fór að kula aðeins og kólnaði og þá hefði verið betra að hafa aðeins meiri fatnað til að bregða sér í. En þetta reddaðist allt saman.
Því vil ég minna fólk á að stinga niður einhverju sem heldur hita og vindi það er betra að hafa það með þó svo vonandi þurfi ekki að nota það, en allur er varinn góður.
Hlakka til að sjá sem flesta um helgina.
Endilega notið þetta apparat til að koma skilaboðum eða hverju sem er áleiðis. Mér sýnist að það sé verið að skoa þetta talsvert og þá er um að gera að láta vaða. Líka myndir það er gaman að skoða þær.
Kveðja Björn
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 09:33
Leiðinlegt með Bóbó karlinn
Það er leitt að hann skuli hafa veikst, en það er hlutur sem við ráðum ekki við, verðum bara að taka og vinna úr með hjálp okkar lækna, sem eru alveg frábærir og allt það lið. Við sendum honum öll sem eitt bestu kveðjur og ósk um skjótan bata, það eru góðar vættir sem fylgja okkur og stiðja, er búinn að finna það. Ég er viss um að innan fárra daga verður hann orðinn sprækur sem sumarlækur eins og hann á að sér að vera.
Baráttu kveðjur Nonni, Bjössi bró
13.7.2007 | 09:22
Nýjar myndir
Júlía var að kenna mér á þetta apparat og nú er voða gaman að setja inn efni.
Var að prófa að setja inn myndir og það gekk bara bærilega.
Kv. Björn H
12.7.2007 | 21:49
Sameiginlegur kvöldverður laugardag
Maturinn verður pantaður frá Gallerý Kjöt og kemur nær tilbúinn, bara eftir að grilla.
Í einum skammti felst:
Lambafille 250-300 gr pr.mann
1 bökuð kartafla
Kaldar sósur
Grænmetissalat
Kostnaður pr. mann er 1.750 krónur.
Það verður einhver einn frá hverjum legg að gefa mér upp hvað á að gera ráð fyrir miklu. Það verða grillaðar pylsur fyrir börnin.
Ég þarf að fá að vita þetta ekki seinna en á þriðjudaginn. Fyrir þá sem vita það ekki þá er síminn 895 0715 .
Kveðja Björn
11.7.2007 | 00:23
Lokatölur úr Bóbókjördæmi
Mætingin úr Bóbókjördæmi er í lakara lagi að þessu sinni. Rúmlega 22% íbúa hafa staðfest komu sína. Hinir eru löglega afsakaðir. Það verða því stofnendur bóbógengisins sem mæta í ár, þau Berta og Bóbó.
Kveðja,
Ingi Bjössi Bóbóson
10.7.2007 | 22:54
..og að sjálfsögðu
verðum við líka með... Allt gengið hennar Ásu:
Ása & Palli
Zóphi
Bíbí, Kalli, Haukur Páll & Hjálmar
Sif, Grímur, Grímur Jón & Salka
Bestu kveðjur og hlakka til að sjá ykkur, Sif.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)