4.7.2007 | 13:54
Nú er ekki aftur snúið.
Nú styttist óðum í ættarmótið í eyjum.
Mummi, Karen, Axel Þór og Tara Huld mæta til eyja miðvikudaginn 18. júlí kl. 12:45. Búið er að ganga frá öllu, bóka með Herjólfi og húsið, þar sem við komum til með að gista, býður komu okkar. Ætlunin er að dvelja í eyjum í heila viku en brottför er miðvikudaginn 25. júlí kl. 16:00.
það verður gaman að hitta ykkur öll en það er orðið ansi langt síðan við höfum séð flest ykkar.
Með bestu kveðjum,
Mummi
3.7.2007 | 18:22
Mæting frá Birni Hermanni
Þetta eru þeir sem koma frá Bjössa:
Björn Hermann Hermannsson. Margrét Ásmundsdóttir. Sigríður Áslaug Björnsdóttir. Herdís Lilja Björnsdóttir.
Guðmundur Moeses Björnsson. Karen-Anne Björnsson. Axel Þór Guðmundsson. Tara Huld Guðmundsdóttir.
Hermann Sigurður Björnsson. Júlía Rós Atladóttir. Irma Lind Hermannsdóttir. Hólmfríður Hermannsdóttir. Björn Hermann Hermannsson.
Guðlaug Birna Björnsdóttir. Tryggvi Freyr Elínarson.
Kveðja Hermann og Júlía.
3.7.2007 | 13:07
Styttist óðum
Hæ hæ..
Bara smá fréttir af okkur Tryggva.. við erum loksins flutt á Burknavellina til Hildar og Gunnars.. þetta er alveg æðislegt hverfi og ég trúi ekki öðru en að okkur muni líða rosalega vel þarna.
Við mætum að sjálfsögðu bæði hress og kát til Eyja, mætum þann 20. með seinni bátnum.
Setti inn mynd af okkur sem tekin var á árshátíð Reiknistofunnar í vor - mætti bara þó ég væri hætt :)
Hlakka til að sjá ykkur öll
Kveðja, Guðlaug
29.6.2007 | 22:25
Mæting frá Erling
Frá fjölskyldu Erlings mæta,
Koma til eyja 19. júlí kl. 16.00 |
Hermann B. Erlingsson |
Hansína Hafsteinsdóttir |
Dagný Gréta Hermannssdóttir |
Þórður Ö. Erlingsson |
Erna Kristjánsdóttir |
Bjarni Freyr Þórðarson |
Kristján Ingi Þórðarson |
Jakob Arnar Þórðarson |
Grétar Þór Þórðarson |
Hildur Erlingsdótir |
Sturla Egilsson |
Egill Steinar Sturluson |
Erling Orri Sturluson |
Eiður Darri Sturluson |
Koma til eyja 20. júlí kl. 16.00 |
Erling Hermannsson |
Gréta Þórðardóttir |
Vantar bara Stefán og Lilju frá Hermanni og Hansínu.
29.6.2007 | 22:17
Kvöldmáltíðin
Við ætlum að grilla saman á laugardagskvöldinu og ætla Björn og Margrét
að panta kjöt og meðlæti frá http://gallerykjot.is/ sem er það besta sem völ er á.
Þau þurfa að fá staðfestan fjölda þeirra sem verða í mat ekki seinna en 12. júlí n.k.
29.6.2007 | 22:09
Mæting ????
Nú styttist í ættarmótið og nú er þarf að skrá þá sem mæta.
Vinsamlega skráðu þá sem ætla að mæta í þinni fjölskyldu hér á bloggsíðuna
eða sendu Hermanni Birni tölvupóst hermannbjorn@gmail.com .
29.6.2007 | 22:00
Miðar í Herjólf
Hef til sölu 22 einingar í Herjólf, verð einingar er 405 krónur alls 8910 krónur.
Ef þú hefur áhuga á að kaupa einingar hafðu þá samband við Hermann Björn, tölvupóstur
hermannbjorn@gmail.com eða í gsm 820 2058.
26.6.2007 | 08:55
Ég verð að prufa þetta...
... bara svona til að sjá hvernig þetta virkar.. ef ég skyldi hafa frá einhverju skemmtilegu að segja á næstunni.
Annars er allt gott að frétta frá okkur hérna í Kaupmannahöfninni, Grímur Jón varð 6 ára 18. júní og það var svaka veisla fyrir 14 vini hans úti í garði - frábært að hafa krakkaafmæli úti í garði, nánast ekkert að taka til eftir það. Hann á að byrja í skóla í ágúst og er orðinn mjög spenntur. Salka er rúmlega eins og hálfs árs og algjör leikari. Farin að herma allt eftir okkur og segir fullt af orðum, bæði á dönsku og íslensku...
Jæja, læt þetta nægja að sinni. Vona að fleiri komi með nokkrar línur.
Bestu kveðjur Sif & familie.
7.5.2007 | 20:56
Ég er nú hræddur um það
Hérna verða birtar helstu fréttir og upplýsingar varðandi ættarmót niðja Hermanns Sigurðar Björnssonar og Sigríðar Áslaugar Jónsdóttur.